Skólareglur
Skólareglur Djúpavogsskóla eru í anda Uppeldis til ábyrgðar.
Hlutverk skólans er að:
-
Hlú að öruggu námsumhverfi
-
Vinna eftir skýru verklagi varðandi meðferð agamála með það að leiðarljósi að:
-
hjálpa einstaklingum að læra af þeim mistökum sem þeir gera varðandi hegðun og samskipti
-
hjálpa þeim að líta í eigin barm og ná betri stjórn á eigin hegðun
-
styrkja þá í að takast á við mistök sín á uppbyggilegan hátt
-
Skólareglur gilda í öllu starfi skólans, frímínútum, íþróttahúsi, mötuneyti og skólaferðalögum.
Hlutverk nemenda og starfsfólks er:
-
að mæta stundvíslega og vel undirbúin í skólann.
-
að sýna hvert öðru viðringu og tillitsemi.
-
að virða mörk annarra.
-
að ganga vel um skólann, eigur okkar og annarra.
-
að koma á réttum tíma í allar kennslustundir.
-
að bera ábyrgð á eigin námi og vinnu í skólanum.
-
að taka ekki með sér sælgæti eða gosdrykki í skólann, nema annað sé ákveðið.
-
að nota ekki tóbak, rafrettur eða önnur vímuefni í og við skólann og hvar sem við erum á vegum skólans.
-
að bera sjálf ábyrgð á verðmætum sem við veljum að taka með okkur í skólann.
-
að beita ekki ofbeldi af neinu tagi.
-
að fara ekki út fyrir skólalóðina nema með leyfi.
-
að móta bekkjarsáttmála á hverju hausti og virða hann.
-
að nota ekki símann á skólatíma nema annað sé tekið fram.
Óæskileg hegðun
Óæskileg hegðun er sú hegðun sem ekki er í takt við sáttmála og skólareglur hér ofar.
Viðbrögð við óæskilegri hegðun:
-
Viðkomandi starfsmaður eða kennari ræðir við nemandann um hegðunina. Í anda uppbyggingarinnar fær nemandi tækifæri til að ákveða hvernig hann vill bregðast við í svipuðum aðstæðum næst.
-
Kennari eða starfsmaður lætur umsjónakennara vita og atvikið er skráð í Mentor.
-
Umsjónarkennari metur hvort:
-
hringja þarf í foreldra
-
kalla þarf á foreldra í viðtal.
-
kalla þarf á foreldra með skólastjórnanda í viðtal.
-
-
Uppbygging – umsjónarkennari vinnur uppbyggingaráætlun með nemanda ef hann sýnir ítrekað óæskilega hegðun.
Skýr mörk – óásættanleg hegðun
Hegðun er annars vegar ásættanleg og hins vegar óásættanleg. Þarna á milli er dregin marklína, sem við köllum skýru mörkin.
Þetta eru skýru mörkin sem við höfum sett okkur.
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við beitum ofbeldi/líkamsárás
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við sýnum ógnandi hegðun eða erum með alvarlegar hótanir.
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við vinnum skemmdarverk á eigum skólans eða annarra.
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við stelum frá skólanum eða öðrum.
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við sýnum einkastaði okkar (kynfæri og rass)
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við notum vopn, eldfæri, ávana- og fíkniefni.
-
Við förum yfir skýru mörkin ef við fáum annan nemanda til að framkvæma eitthvað af ofangreindu.
Viðbrögð þegar farið er yfir skýru mörkin
-
Ávallt vísað til umsjónarkennara/skólastjórnenda.
-
Hafa samband við foreldra og láta sækja nemanda.
-
Gera uppbyggingaráætlun með foreldrum þegar nemandi kemur aftur.
-
Skólastjórnandi ber ábyrgð á eftirfylgni með því að dagsetja annan fund með foreldrum og nemanda í uppbyggingaráætlun.
Við alvarleg og ítrekuð brot getur nemanda verið vísað úr skóla á meðan mál hans er í vinnslu. Líkamlegar refsingar eru óheimilar. Starfsmönnum skóla er óheimilt að beita aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina foreldrum/ forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum. Eineltismál og önnur ofbeldismál eru umsvifalaust tekin fyrir.
Skólasókn og leyfisveitingar:
Hlutverk foreldra
-
Foreldrar bera ábyrgð á
námi barna sinna. -
Foreldrar sjá til þess að
nemendur mæti á réttum
tíma í skólann með þau
gögn sem ætlast er til. -
Foreldrar upplýsa skólann
um breytingar á högum
nemandans þannig að
skólinn geti brugðist sem
best við. -
Leyfi í 1-2 daga skal sækja um til umsjónarkennara, símleiðis eða með tölvupósti.
-
Leyfi í 3 daga eða fleiri skal sækja um til skólastjóra á þar til gerðu eyðublaði.
-
Foreldrar senda nemendur í skólann með hollt og gott nesti.
-
Skólinn leggst eindregið gegn því að nemendur fái undanþágu frá skólasókn nema það sé mjög brýnt. Fari óútskýrð skólasókn nemenda undir 85% er litið svo á að um brot gagnvart barninu sé að ræða og mun skólastjóri tilkynna barnavernd um málið.
Frímínútur:
-
Nemendur í 1. - 7. bekk eru úti í frímínútum nema veður hamli eða annað sé ákveðið.
-
Nemendum í 8. - 10. bekk er heimilt að vera inni í frímínútum en þeir hvattir til að nýta tímann til útiveru.
Tekið er tillit til barna sem þurfa sér úrræði.