top of page
Skólastefna og framtíðarsýn

Til ársins 2023 mun starfsfólk skólans vinna að því að láta framtíðarsýn skólans verða að veruleika.

Djúpavogsskóli er virkur og skapandi skóli sem ætlar að verða:

  • Þekktur fyrir framsækna og faglega kennslu

  • Þekktur fyrir áherslur á hæglæti/núvitund/velferðarkennslu

  • Þekktur fyrir að vinna eftir hugmyndafræði Cittaslow

  • Þekktur fyrir ánægju nemenda, foreldra og starfsfólks

  • Þekktur fyrir virkni og nýsköpun

  • Þekktur fyrir samstarf og tengingu við atvinnulíf og menningarstarf

Skólastefna sveitarfélagsins gildir frá 2019–2023 og fram að þeim tíma mun starfsfólk Djúpavogsskóla vinna að því að byggja upp framsækna og faglega kennslu í skólanum. Leggja áherslu á velferðarkennslu og núvitund. Vinna eftir hugmyndafræði Cittaslow og festa hana í sessi með því að flétta viðmiðum Cittaslow inn í kennslu skólans og vinna þvert á greinar. Lögð verður áhersla á á nýsköpun og virkni nemenda, starfsfólks og foreldra og er það gert með því að efla tengslin við atvinnu- og menningarstarf í sveitarfélaginu. 

Djúpavogsskóli leggur metnað sinn í að vinna vel með foreldrum og nemendum  með það að marki að sú samvinna leiði til ánægju allra sem mynda skólasamfélagið. 

Djúpavogsskóli á að vera eftirsóttur vinnustaður og stefnt er að því að í skólanum starfi lausnamiðaðir einstaklingar sem styðjast við fjölbreyttar leiðir í kennslu og nýta sér nýjustu tækni í vinnu sinni.

 

grunntharfir.gif
Uppeldi til ábyrgðar

Í Djúpavogsskóla skiptir vellíðan nemenda okkur mestu máli.  Skólinn á að vera öruggt skjól, þar sem börn eiga að geta stundað nám og þar á þeim að líða vel.  Nemendur eiga að fá tækifæri til að þroskast og dafna og þeir eiga að fá tækifæri til að afla sér þekkingar, hæfni og leikni.  Skólinn vill styrkja sjálfstraust nemenda og auka þeim víðsýni og samstarfshæfni. Þannig geta þeir á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það. 

Unnið er með uppeldi til ábyrgðar í öllu skólastarfinu út frá verkáætlun fyrir alla árganga skólans á hverju skólaári. 

Heilsueflandi.png
Heilsueflandi grunnskóli 

Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Djúpavogsskóla vinnur með þennan grunnþátt í öllu sínu starfi. Djúpavogsskóli er nú að hefja innleiðingu á Heilsueflandi grunnskóla en því verkefni ætlað að styðja skólann í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. 

Grænfáninn.jpg
Skóli á grænni grein

Djúpavogsskóli er skóli á grænni grein (Eco-School) sem er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að mennta nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd. Áhersla er á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. 

cittaslow logo.jpg
Cittaslow

Djúpavogsskóli er þátttakandi í samfélagsverkefninu Cittaslow og hefur aðlagað og innleitt Cittaslow viðmiðin fyrir skólastarfið. Gerð var heimildarmynd um Cittaslow í skólastarfi Djúpavogsskóla árið 2019 sem hægt er að horfa á hérna.

bottom of page