top of page
Skólaþjónusta Múlaþings

Skólaþjónusta Múlaþings hefur farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi í starfi sínu, starfar af fagmennsku í sérhverju verkefni og vinnur að forvörnum sem tryggja farsæld og velferð til framtíðar. Einkunnarorð Skólaþjónustunnar eru: Farsæld - Fagmennska - Forvarnir Starfsemi skólaþjónustunnar er bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. Skólaþjónusta Múlaþings sinnir sérfræðilegum stuðningi við grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu skv. reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr. Jafnframt byggir Skólaþjónusta Múlaþings starfsemi sína á lögum samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. • Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra. • Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. • Skólaþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Samið hefur verið við sálfræðinga um þjónustu og heimsækja þeir skólana reglulega. Einnig verður leitað til annarra sérfræðinga, s.s. atferlisfræðings, eftir þörfum. Farsældarþjónusta Múlaþings Skólaþjónusta Múlaþings er hluti af starfsemi á Fjölskyldusviði og er skipulag og framkvæmd þjónustunnar í nánum tengslum við og oft mjög samþætt starfsemi ALL (Austurlandslíkansins), Kynningarbæklingur Austurlandslíkansins. Skólaþjónustan og ALL starfa þétt saman í því skyni að leysa farsællega úr málefnum barna og fjölskyldna þeirra og mynda farsældarþjónustu Múlaþings. Farsældarþjónustuteymi Múlaþings fer yfir allar tilvísanir sem berast til skólaþjónustu og hittist teymið að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði. Hér að neðan gefur að líta þá verkferla sem unnið er eftir.

skólaþjónusta starfsmenn.PNG
Verkferill í leik- og grunnskólum, fyrir einstakling (1).png
Verkferill í leik- og grunnskólum, fyrir hóp (1).png
Verkferill í skólaþjónustu (1).png
bottom of page