top of page

Djúpavogsskóli 

Við viljum útskrifa ungmenni sem þekkja sjálfbærni og geta sýnt samfélagsábyrgð. Ungmenni sem hafa tileinkað sér jákvæðan lífsstíl, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, hafa sterka sjálfsmynd og kunna sjálfsaga. Ungmenni sem þora að skapa eitthvað nýtt og hafa hugrekki til að tjá sig um hugmyndir og fylgja þeim eftir. Ungmenni sem gera sér grein fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa viðfangsefni og samvinnu í samfélaginu öllu.  

 

Það er mikilvægt fyrir hvert samfélag að þeir sem starfa og lifa innan þess hafi af því ánægju og líði vel. Það er því mikilvægt að skólabragur einkennist af lýðræðislegum starfsháttum og gæti þess að hlustað sé með opnum huga á raddir nemenda, foreldra og starfsfólks í skólasamfélaginu. 

Hugrekki - Virðing - Samvinna

Einkunnarorð skólans voru skilgreind á haustönn 2019 við erum dugleg að nota orðin í skólastarfinu og tengjum þau Uppbyggingarstefnunni sem er ein af stoðum skólans.

Hugrekki

Við höfum hugrekki og frelsi til að vera framsækin.

Við sýnum hugrekki með því að taka ábyrgð á eigin viðhorfum og gjörðum.

Virðing

Við berum virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda, foreldra og starfsfólks.

Með því að sýna samkennd og kærleika í verki berum við virðingu fyrir ólíkum þörfum innan skólans.

Samvinna

Við vinnum saman með traust, gleði og jákvæðni að leiðarljósi.

Við höfum metnað til að vinna saman að eflingu þekkingar og fagmennsku í skólastarfinu.

 

bottom of page