Tónlistarskóli Djúpavogs
Skólaárið 2022-2023 verður eftirfarandi nám í boði í Tónlistarskóla Djúpavogs.
Deildarstjóri tónskóla og kennari er Berglind Björgúlfsdóttir, söngkona. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum tölvupóst; berglind.bjorgulfsdottir@mulathing.is
Forskóli 1.- 3. bekkur
Kennsla fer fram í hópatímum einu sinni í viku, 40 mín í senn.
Markmið forskólans er að efla sönggleði og tilfinningu fyrir tónlist sem undirbúning
undir hljóðfæranám. Nemendur læra í gegnum söng, hlustun, hreyfingu, leik og
sköpun. (Orff nálgun). Nemendur hefja nám á ukulele, æfa nótnalestur og kynnast
því að spila á bjöllur og ýmis ásláttarhljóðfæri. Forskólanemendur læra að koma fram
og taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.
Ukulele 4.-10. bekkur
Kennsla fer fram í aldursskiptum hópatímum einu sinni í viku, 40 mín í senn (eða 2 x
20 mín.)
Ukulele byrjendanám. Rythmískt tónlistarnám með áherslu á hljóma og
undirleiksmynstur við lög, einnig þjálfun í að spila laglínur við undirleik samnemenda
og gefið tækifæri til að semja lög. Farið í hugtök og tákn hefðbundins nótnalesturs,
lestur hljómatákna og lestur á ukulele TABS. Nemendur læra að koma fram og taka
virkan þátt í tónleikahaldi skólans. Ukulele er strengjahljóðfæri sem gott er að byrja
að læra á, sérstaklega fyrir minni hendur, það er ódýrt, með mjúka strengi
fyrirferðalítið og auðvelt að grípa í það inni sem úti. Hér má sjá Taimane Gardner frá Hawaii spila á
ukulele
Gítar 4.-10. bekkur
Kennsla fer fram 1x í viku, 40 mín. í senn (eða 2 x 20 mín).
Byrjendanám á gítar. Rythmískt tónlistarnám með áherslu á bókstafshljóma og
undirleiksmynstur við lög, þjálfun í að spila laglínur og skala við undirleik og gefið
tækifæri til að semja lög. Einnig verða fjölbreyttar leiðir farnar, stuðst við
smáforrit (öpp) og netnám. Farið í hugtök og tákn hefðbundins nótnalesturs, lestur
hljómatákna og lestur á gítar TABS. Nemendur læra að koma fram og taka virkan
þátt í tónleikahaldi skólans.
Hljómborð 4.-10.bekkur
Kennsla fer fram 1x í viku 40 mín (eða 2 x 20 mín).
Rythmískt tónlistarnám með áherslu á hljóma og undirleiksmynstur, einnig
hefðbundinn nótnalestur. Farið í grunnatriði hljómborðsleiks, fjölbreytt lagaval, æfðir
skalar, og gefin forskrift til lagasmíða. Nemendur læra að koma fram og taka virkan
þátt í tónleikahaldi skólans.
Söngur 4.-10.bekkur
Kennsla fer fram 40 mín – í hópatíma. (eða 2 x 20 mín).
Lögð er áhersla á heilbrigða og látlausa raddbeitingu og að efla sjálfstæði og
persónulegan söngstíl hvers og eins. Nemendur fá þjálfun í að syngja sjálfstætt
laglínur við hljómaundirleik, einnig þjálfun í að syngja í hljóðnema. Uppbygging
námsins er einstaklingsbundið nám og viðfangsefni geta verið breytileg, eftir áhuga
og þörfum nemenda. Söngnemendur eru hvattir til að taka þátt í kórstarfi
tónlistarskólans. Nemendur læra að koma fram og taka virkan þátt í tónleikahaldi
skólans.
Samspil
20 mínútur á viku (eða 40 mín aðra hverja viku) innifalið í söng og hljóðfæranámi.
Nemendur fá þjálfun í samspili; þjálfast í að spila laglínur eða undirleik með
samnemendum, læra þannig að hlusta á og vinna með öðrum, skipuleggja í
sameiningu form, blæ, styrkleika, tónhæð og hljómfall tónlistarinnar og öðlast þannig
tónlistarreynslu; eru virkir tónlistarþátttakendur.
Kór / bjöllukór
40 mínútur á viku (innifalið fyrir nemendur í öðru námi tónlistarskólans)
Einnig hægt að skrá sig sérstaklega í Kór / bjöllukór. Eldri og yngri hópur.
Í Kór / bjöllukór þjálfum við að syngja saman í röddum og spila saman á bjöllur. Að
syngja saman eykur samkennd, þjálfar hlustun, tónheyrn, skilning á og tilfinningu fyrir
tónlist. Nemendur leika á bjöllur sem auðga tónheim, tilfinningu fyrir takti, samhljómi,
hljómfalli ofl. Einnig er unnið í anda Carls Orff með tónlist og hreyfingu og í sumum
tilfellum er leikið á önnur slagverkshljóðfæri við ýmis tilefni.
Opið samspil VAL
40 mínútur aðra hverja viku. innifalið í söng og hljóðfæranámi.
Í þessa tíma er frjáls mæting. Fjölbreytt sköpun og samspil. Þátttakendur, í það og
það skipti, ráða ferðinni, undir handleiðslu kennara. Nemendur fá þjálfun í samspili á
ýmis strengja- og slagverkshljóðfæri, læra þannig að hlusta á og vinna með öðrum,
skipuleggja í sameiningu form, blæ, styrkleika, tónhæð og hljómfall tónlistarinnar og
öðlast þannig tónlistarreynslu; eru virkir tónlistarþátttakendur.
Gjaldskrá
Hljóðfæri/Söngur
Spilatími/söngtími
Samspil
Tónfræði samþætt
Kór/bjöllukór VAL
Opið samspil VAL
Tónleikar í lok annar
Verð 37.650 kr.
Forskóli
Spilatími
Tónfræði samþætt
Kór/bjöllukór VAL
Tónlist og hreyfing ORFF
samþætt forskólatímum
Tónleikar í lok annar
Verð 23.898 kr.
Kór/bjöllukór
Tónlist og hreyfing ORFF
samþætt í tímum
Tónleikar í lok annar
Verð 23.898 kr.