top of page
logó.JPG

Skólinn er griðastaður barnanna og mikil ábyrgð hvílir á starfsfólki að hlúa að börnum og veita þeim öryggi í daglegu starfi. Velferð allra er sameiginlegt verkefni og það er skólanum keppikefli að hver nemandi njóti bernsku sinnar og eigi góðar minningar úr skóla.

Þegar fjallað er um velferð nemenda er horft til þriggja þátta:

  • Félagslegs öryggis nemenda og að þeir séu metnir út frá eigin verðleikum

  • Tilfinningalegs öryggis nemenda sem finna væntumþykju annarra.

  • Trausts þar sem nemendur átta sig á að þeir geti treyst þeim sem eru að mennta þá

Komið er til móts við ofangreinda þætti með ýmsum hætti í skólastarfinu og endurspeglast þeir í skólanámskrá skólans. Unnið er að velferðaráætlun og öryggis- og slysavarnir skólans eru mótaðar samkvæmt Öryggishandbók grunnskóla

Áfallaáætlun 
Rýmingaráætlun 
Jafnréttisáætlun 
Öryggis og slysavarnaráætlun
bottom of page