top of page
Search
  • Vefstjóri

Nýir Ipadar í Djúpavogsskóla

Á síðasta skólavetri tók fræðsluráð Múlaþings ákvörðun um að setja inn aukið fjármagn til uppbyggingar á tæknibúnaði í grunnskólum Múlaþings.

Í Djúpavogsskóla var ákveðið að fylgja eftir innleiðingu Ipada, eins og víða í grunnskólum Múlaþings og reyndar grunnskólum um allt land. Fengnir voru 17 nýir Ipadar með lyklaborðum. Ipadarnir voru virkilega góð viðbót og hafa nýst vel við hin ýmsu verkefni, auk þess að hvetja til fjölbreyttra kennsluhátta.

Á vorönn síðasta skólaárs lét fræðslusvið vita að Djúpavogsskóli fengi fjármagn til að fjölga Ipödum og fylgja innleiðingunni betur eftir.

Nú hafa 25 Ipadar með lyklaborðum bæst við, sem gerir það að verkum að hver og einn nemandi í 7. - 10. bekk hefur fengið úthlutað Ipad til nokunar í skólanum. Auk þess sem 1. - 6. bekkir hafa aðgengi að Ipadsetti í hleðsluskáp til að nýta í sínu námi.

Hér má sjá mynd af 7. bekk með merktu Ipadana sína sem þau fengu afhenta í gær. Nemendur vanda til við umgengni um þessi mjög svo nýtilegu námstæki.
19 views0 comments

Comentarios


bottom of page