top of page
Search
  • Vefstjóri

Samstarfsverkefni Djúpavogsskóla og Creatrix ehf

Fyrirtækið Creatrix ehf fékk nú á dögunum 60.000 evra Erasmus+ styrk til að hanna app sem kallast ELF eða Álfur. Appið verður unnið í samvinnu við YSBF (YOUTH IN SCIENCE AND BUSINESS FOUNDATION) í Eistlandi og Djúpavogsskóla. Um er að ræða app sem nemendur nota utandyra í náttúruvísindum. Sérstök áhersla verður á að tengja efnið hugmyndafræði CittáSlow og þess vegna er einnig fléttað inn í námsefnið menningarsögu og hæglætisæfingum. Í appinu verða álfar og tröll sem búa á svæðinu í kringum Djúpavog í hlutverki leiðbeinenda.


Við erum ótrúlega stolt og spennt fyrir því að fá að taka þátt í þessu verkefni með Creatrix og hlökkum til að prófa okkur áfram í kennslu með ELF/Álfur. Vert er að taka fram að framkvæmdarstjóri Creatrix ehf er fyrrverandi skólastjóri okkar og Djúpavogsbúi, Signý Óskarsdóttir. Til hamingju Creatrix!

35 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page