Search
  • Vefstjóri

Stóra Upplestrarkeppnin

Miðvikudaginn 10.mars setti Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, fyrrum skólastjóri í Djúpavogsskóla, lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Djúpavogskirkju.

Nemendur í 7.bekk Djúpavogsskóla kepptu við nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar. Allir nemendur stóðu sig frábærlega enda margar æfingar að baki. Þegar úrslitin voru kynnt brutust út mikil fagnaðarlæti enda ljóst að 1. og 3. sæti var okkar.

Það var Heiðdís Lóa Egilsdóttir sem hlaut 3.verðlaun og Fabian Szczepanek sem hlaut 1.verðlaun.

Einnig tóku þau Birgitta, Ríkharður, Sævar og Gabriella þátt í lokakeppninni og við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.


Heiðdís Lóa, Ingibjörg Bára kennari og Fabian stolt eftir sigurinn

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Tónlistarskóli Djúpavogs

Kæra skólasamfélag Tónlistarskólinn okkar er að fara af stað með aðeins breyttu sniði. Berglind Björgúlfsdóttir er deildarstjóri og hún kemur inn með ferskar og skemmtilegar hugmyndir. Í vetur verður