top of page
Sjálfsmat Djúpavogsskóla

Í 36. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 er kveðið á um að hver grunnskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Sveitarfélög eiga að fylgja innra matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi skv. 37. gr. laganna.

Markmið mats og eftirlits með skólastarfi, og þar með markmið innra mats, er að tryggja að starfsemi grunnskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla. Innra mati er ætlað að auka gæði skólastarfsins og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögunum. 

 

Áætlun um innra mat á árangri og gæðum

Í Djúpavogsskóla er innra mat leitt af skólastjóra og unnið í samvinnu við matsnefnd. Stuðst er við sjálfsmatsáætlun sem uppfærð er reglulega. Ennfremur er stuðst við kannanir sem gerðar eru af Skólapúlsinum, fundargerðir kennara- og teymisfunda, niðurstöður úr lýðheilsukönnunum, niðurstöður skimana og rýnihópar ásamt öðrum gögnum. Í lok hvers skólaárs er gefin út sjálfsmatsskýrsla þar sem niðurstöður á ofangreindu eru teknar saman og settar upp í úrbótalista. Unnið er eftir honum í framhaldi næstu skólaár. 

Sjálfsmatinu er einnig ætlað að veita aðilum skólasamfélagsins og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Úrbótaáætlun til nokkurra ára er birt í skólanámskrá og starfsáætlun skólans. 

 

Árlega er Skólapúlsinn lagður fyrir nemendur í 2.-10. bekk skólans. Á oddatöluárum er Skólapúls lagður fyrir starfsfólk og á móti er lagt fyrir foreldra. Niðurstöður eru nýttar í innra mat skólans og í kjölfarið umbótaáætlun hans. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins undanfarin ár.

Skólaþing Djúpavogsskóla 2023 (1).jpg
bottom of page