top of page
Greinanámskrár Djúpavogsskóla

Haustið 2019 hóf Djúpavogsskóli vinnu við gerð greinanámskráa við flestar námsgreinar í skólanum hjá öllum árgöngum. Tilgangur þess var þrennskonar: Auka skýrleika á markmiðum og viðfangsefnum námsins, auðvelda kennurum námsmat og gera hæfniviðmiðin skýrari fyrir foreldra og nemendur. 

Greinanámskrárnar hafa tekið ýmsum breytingum á meðan á þessu þróunarstarfi stendur og eru aðlagaðar að einhverju leyti að námi og kennslu hverju sinni. Frá vorönn 2020 hafa nemendur fengið námsmat út frá greinanámskrám í flestum fögum en þar sem þær eru ekki til, er stuðst við Aðalnámskrá grunnskóla.  Við gerð kennsluáætlana/námslota er einnig horft til lykilhæfni og grunnþættir menntunar hafðir að leiðarljósi.

Greinanámskrárnar hafa verið aðgengilegar foreldrum í gegnum Mentor alveg frá því að þær voru fyrst teknar í notkun en hér fyrir neðan má einnig finna þær:

 

Hvernig get ég bætt skólastarfi.jpg
bottom of page