Í gær, 2. september, tóku nemendur skólans þátt í Olympíuhlaupi ÍSÍ. Þetta var frábær dagur í alla staði þar sem góða veðrið lék við hvern sinn fingur. Nemendur höfðu val um 2.5km, 5km eða 10km og var þeim algjörlega frjálst að hlaupa, skokka, ganga eða rölta þessa kílómetra enn aðal atriðið var að allir myndu njóta sín, góða veðursins og náttúrunnar. Starfsfólk skipti sér niður í að fylgja nemendum eða að vera á hvatningarstöðvum til að taka á móti nemendum og vísa þeim rétta leið. Einnig fengu nemendur góða hvatningu frá félögum sínum í leikskólanum Bjartatúni og myndaðist mikil hlaupastemning í hópnum. Það verður gaman að endurtaka leikinn á næsta ári og fá jafnvel enn fleiri til að stilla sér upp á hvatningarstöðvum og hvetja nemendur áfram. Takk fyrir góðan dag!
- Vefstjóri