Fuglasýning yngsta stigs í Löngubúð í sumar
- Vefstjóri
- Jun 11
- 1 min read
Samvinnuverkefni á yngsta stigi
Nemendur yngsta stigs enduðu veturinn á því að vinna sameiginlegt fuglaverkefni, sem nú hefur verið sett upp í Löngubúð til sýningar.
Nemendum var skipt upp í 6 hópa þvert á bekki. Hver hópur fékk einn fugl sem þau unnu verkefni út frá og hjálpuðust að við að finna upplýsingar um fuglana bæði á netinu og í bókum. Við fórum svo öll saman út á sanda þar sem hóparnir fóru í fuglatalningu og fuglaskoðun sem gekk mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði nú ekki verið að vinna með okkur. Hóparnir enduðu svo á því að gera fuglinn sinn úr pappamassa og gera upplýsinga skilti um hann. Við fengum svo leyfi til þess að setja upp sýningu í Löngubúð og verða fuglarnir þar í allt sumar.
Við hvetjum ykkur til þess að kíkja við og skoða sýninguna þeirra.
Takk fyrir veturinn.
Kennarar á yngsta stigi.

Comments