Skólasetning 25. ágúst 2025
- Vefstjóri
- Jul 7
- 1 min read
Skólasetning í Djúpavogsskóla á nýju skólaári, 2025 - 2026, verður mánudaginn 25. ágúst 2025.
Sú breyting verður að skólasetningardagur verður einn, og skólasetning mun fara fram hjá nemendahópum, og í kjölfarið verður boðið upp á nemendaviðtöl. Þetta er tilraun til að koma til móts þá nemendur og foreldra sem hafa komið til okkar ábendingum um t.d. endurtekningu sem megi komast hjá.
Við upphaf nýs skólaárs verða sendar nánari upplýsingar til allra.
Vegna þessarar breytingar verður skólasetningardagur einn, í stað tveggja áður.
Þriðjudaginn 26. ágúst hefst svo hefðbundin kennsla, og eins og hefur verið gert síðustu tvö ár, hefjum við skólaárið á Ars Longa degi Djúpavogsskóla, þar sem öllum nemendum Djúpavogsskól er boðið á sýninguna ,,Rúllandi Snjóbolti", árlega sumarsýningu í Ars Longa, í samstarfi við frábæra samtímasafnið okkar í nærsamfélagi.
Yfirskrift sýningarinnar í ár ,,Í lággróðrinum".
Nýtt skóladagatal Djúpavogsskóla 2025 - 2026 má finna hér, eða efst á heimasíðu Djúpavogsskóla.

Comentarios