top of page

Nefndir og ráð

Djúpavogsskóli leggur áherslu á að nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans hafi vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri og geti tekið þátt í stefnumótandi vinnu og þróun skólans. 

Einnig ber skólanum að standa vörð um velferð og öryggi nemenda og starfsmanna. 

Hér eru þau ráð sem starfrækt eru í skólanum og listi yfir fulltrúa í hverri nefnd.  

ea0373_fc524c73f70e41c5ba70c4b530434cad~mv2.jpg

Eineltisráð

Stefna gegn einelti er mótuð til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun í skólanum, til að styrkja jákvæðan skólabrag, tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar.  Eineltisráð starfar samkvæmt stefnu skólans um einelti. 

 

Í eineltisráði Djúpavogsskóla 2022-2023 sitja:  

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri
Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu

Umsjónarkennarar eins og á við hverju sinni  

 

Í stefnu gegn einelti er tekið fram hvaða starfsmenn skulu sitja í eineltisráði og því er ekki kosið í ráðið.

Ríkharður.jpg

Jafnréttisráð

Jafnréttisáætlun í Djúpavogsskóla tekur til nemenda og starfsmanna. Samskipti einstaklinga eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel. Gagnkvæmt traust og jákvæð og uppbyggileg samskipti móta framar öðru góðan starfsanda. Jafnréttisáætlun með aðgerðaáætlun má finna í skólanámskrá skólans.  

 

Kosið er í jafnréttisnefnd til tveggja ára í senn. Næst verður kosið fyrir tímabilið 2023-2025. Kosið á starfsmannafundi. 

skolaslit1.jpg

Matsnefnd

Innra mat er fagleg ígrundun, gagnasöfnun og greining á gögnum um skólastarfið í þeim tilgangi að leggja mat á hversu vel tekst að ná þeim markmiðum sem skólastarf byggir á og tryggja gæði og árangur skólastarfs út frá þeim viðmiðum sem birtast í lögum um grunnskóla, Aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnu sveitarfélagsins og markmiðum skólans. Markmiðið er að innra mat leiði af sér aukin gæði náms og betri námsárangur, eflingu fagmennsku og lærdómssamfélags sem og betri upplýsingagjöf og innra eftirlit. Innra matið er lifandi plagg sem nota á við umbætur á komandi skólaári.

 

Í matsnefnd skólaárið 2022-2023 sitja:

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri

Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg B. Gunnlaugsdóttir, Stoðþjónustu

Jóhanna Reykjalín - Fulltrúi kennara

Svala Bryndís Hjaltadóttir - fulltrúi starfsmanna
Hafdís Reynisdóttir - fulltrúi foreldra
Ríkharður Valtingojer og Brynja Kristjánsdóttir - fulltrúar nemenda

keppnisdagar1.jpeg

Nemendaverndarráð

Hlutverk nemendaverndarráðs er að fylgjast sérstaklega með nemendum sem af einhverjum ástæðum líður illa eða eiga í einhverjum erfiðleikum í skólanum.  Umsjónarkennari metur hvort einhver í umsjónarbekknum þarf á umfjöllun að halda eða aðrir starfsmenn skóla. Nemendaverndarráð Djúpavogsskóla er starfrækt innan Austurlandslíkansins. 

unglingastig.jpeg

Öryggisráð

Í öryggisráði 2022-2023 sitja 

Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Kristrún Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsfólks

Steinunn Þórarinsdóttir, fulltrúi kennara

hlaup.jpeg

Nemendaráð

Nemendaráð vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og tekur virkan þátt í að byggja upp góðan skólabrag. Skólastjóri skal sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. 

Í nemendaráði skólaárið
2022-2023 sitja:

Andrea H. Guðjónsdóttir

Antoni Marszalek

Brynja Kristjánsdóttir

Brynjar Örn Pálmason

Heiðdís Lóa Egilsdóttir

Óðinn M. Óðinsson

Varamenn: 

Rökkvi Pálmason

Óðinn Pálmason
 

malthing um teymiskennslu.jpg

Umhverfisráð

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Umhverfisnefndin er hjarta grænfánastarfsins. Í henni sitja fulltrúar frá breiðum hópi nemenda og starfsmanna skólans t.d. einn til tveir nemendur úr hverjum árgangi, fulltrúi kennara og skólastjórnenda, matráður, ræstitæknir, húsvörður o.s.frv. Mikilvægt er að nemendur myndi kjarna umhverfisnefndarinnar og stýri sem mest því sem fram fer, að sjálfsögðu með dyggri aðstoð starfsmanna í nefndinni. Sumir kjósa að hafa tvær umhverfisnefndir, nefnd nemenda annars vegar og nefnd starfsmanna hins vegar, og á það sérstaklega vel við í leikskólum. Best er að fulltrúar nefndarinnar séu valdir með lýðræðislegum hætti. Þeir sem áhuga hafa á að vera með geta þannig boðið sig fram og síðan er ýmist dregið um hverjir fá sæti í nefndinni eða kosið.

Kosið er í umhverfisnefnd á hverju skólaári 

Stóra upplestrarkeppnin.jpg

Skólaráð

Skv. grunnskólalögum skal starfa skólaráð við grunnskólann. Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar . Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

 

Í skólaráði Djúpavogsskóla 2022-2023 sitja:

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri
Hafdís Reynisdóttir, fulltrúi foreldra
Ágústa Margrét Arnardóttir, fulltrúi foreldra

María Dögg Línberg, fulltrúi kennara
Helga Björk Arnardóttir, fulltrúi kennara
Svala Bryndís Hjaltadóttir, fulltrúi starfsmanna
Ríkharður Valtingojer, fulltrúi nemenda
Brynja Kristjánsdóttir, fulltrúi nemenda
Þórunnborg Jónsdóttir, fulltrúi Grenndarsamfélags

 

Kosið er í skólaráð á tveggja ára fresti.

bottom of page