top of page
1 skólahlaup 24.jpg

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Djúpavogsskóla  er starfrækt innan Austurlandslíkansins. 

Í nemendarverndarráði sitja

Þorbjörg Sandholt, Skólastjóri

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri stoðþjónustu.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir þroskaþjálfi.

Eygló Valdimarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur.

Vinadagur Djúpavogsskóla 24.png

Leiðtogaráð

Leiðtogaráð vinnur að því að efla jákvæða leiðtogamennsku nemenda og að byggja saman upp jákvæða náms- og skólamenningu. Umsjónarfólk Leiðtogaráðs er Þórdís Sævarsdóttir, skólastjóri og William Óðinn Lefever, umsjónarmaður félagsmiðstöðvar og kennari.

Leiðtogaráð 2025-2026

380519892_704099431630171_72497582102778548_n.jpg

Öryggisráð

Friðarganga 18.jpg

Nemendaráð

Nemendaráð vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og tekur virkan þátt í að byggja upp góðan skólabrag. Skólastjóri skal sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. 

Nemendaráð  2025-2026:

  • Bergþóra Thea 10.bekk - formaður

  • Pétur Stefán 9.bekk - varaformaður

  • Eyrún Stína 10.bekk - ritari

  • Kolfinna Ásta 10.bekk - gjaldkeri

  • Aron 8.bekk - gjaldkeri

  • Adrianna Lena 10.bekk fyrsti varamaður

Öryggisráði 2025-2026:

Þórdís Sævarsdóttir, skólastjóri

Kristrún Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsfólks

Þórdís Sigurðardóttir, fulltrúi kennara

Friðarganga 21.jpg

Umhverfisráð

Skólar á grænni grein vinna eftir svokölluðum ,,skrefunum sjö". Mikilvægur grundvöllur er að stofna til umhverfisráð skólans sem hefur umsjón með innleiðingu, þróun og eftirfylgni. 

Umhverfisráð 2024 - 2025

Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Ania Czeczko, fulltrúi kennara

Þórdís Sigurðardóttir, fulltrúi kennara

Daniela Pfister, fulltrúi starfsfólks

fulltrúar nemenda á unglingastigi

fulltrúar nemenda á miðstigi

fulltrúar nemenda á yngsta stigi

Friðarganga 27.jpg

Skólaráð

Skv. grunnskólalögum skal starfa skólaráð við grunnskólann. Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar . Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

 

Skólaráð 2025-2026:

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri

Helga Björk Arnardóttir, fulltrúi kennara

María Dögg Línberg, fulltrúi kennara

Kristrún Gunnarsdóttir, fulltrúi almenns starfsfólks

Heiða Guðmundsdóttir, fulltrúi úr stjórn foreldrafélags

Þuríður Elísa Harðardóttir, fulltrúi foreldra

Bergþóra Birgisdóttir, fulltrúi nemenda 10.bekkur

Pétur Stefán Jónsson, fulltrúi nemenda 9.bekkur

Ásdís Elísa Jónsdóttir, fulltrúi nemenda 9.bekkur

Mikael Snjólfsson, fulltrúi nemenda 9.bekkur

Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, fulltrúi úr grenndarsamfélaginu.

Kosið er í skólaráð á tveggja ára fresti.

Nefndir og ráð

Djúpavogsskóli leggur áherslu á góða og jákvæða náms- og skólamenningu. Því er mikilvægt að nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans hafi vettvang til að eiga samræður um skólastarfið og geti þannig tekið þátt í stefnumótandi vinnu og þróun skólans. 

Í Djúpavogsskóla er lögð áhersla á að standa vörð um velferð og öryggi nemenda og starfsmanna.

Hér eru þau ráð sem starfrækt eru í skólanum og listi yfir fulltrúa í hverri nefnd.  

Skapandi stærðfræði 3.jpeg

Eineltisráð

Stefna gegn einelti er mótuð til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun í skólanum, til að styrkja jákvæðan skólabrag, tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar.  Eineltisráð starfar samkvæmt stefnu skólans um einelti. 

 

Eineltisráð 2024-2025:  

Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Lilja Dögg Björgvinsdóttir, umsjónarkennari á unglingastigi

Umsjónarkennarar eins og á við hverju sinni  

 

Í stefnu gegn einelti er tekið fram hvaða starfsmenn skulu sitja í eineltisráði og því er ekki kosið í ráðið.

Friðarganga 12.jpeg

Jafnréttisráð

Jafnréttisáætlun í Djúpavogsskóla tekur til nemenda og starfsmanna. Samskipti einstaklinga eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel. Gagnkvæmt traust og jákvæð og uppbyggileg samskipti móta framar öðru góðan starfsanda. Jafnréttisáætlun með aðgerðaáætlun má finna í skólanámskrá skólans.  

 

Kosið er í jafnréttisnefnd til tveggja ára í senn. Næst verður kosið fyrir tímabilið 2024-2026. Kosið á starfsmannafundi. 

Friðarganga 4.jpg

Matsnefnd

Innra mat er fagleg ígrundun, gagnasöfnun og greining á gögnum um skólastarfið í þeim tilgangi að leggja mat á hversu vel tekst að ná þeim markmiðum sem skólastarf byggir á og tryggja gæði og árangur skólastarfs út frá þeim viðmiðum sem birtast í lögum um grunnskóla, Aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnu sveitarfélagsins og markmiðum skólans. Markmiðið er að innra mat leiði af sér aukin gæði náms og betri námsárangur, eflingu fagmennsku og lærdómssamfélags sem og betri upplýsingagjöf og innra eftirlit. Innra matið er lifandi plagg sem nota á við umbætur á komandi skólaári.

 

Matsnefnd 2025-2026

Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Jóhanna Reykjalín, fulltrúi kennara
Lilja Dögg Björgvinsdóttir, fulltrúi kennara

Daniela Pfister, fulltrúi almenns starfsfólks

Kristján Ingimarsson, fulltrúi foreldra

Aron Elísson, fulltrúi nemenda 8.bekk

Eyrún Stína Guðmundsdóttir, fulltrúi nemenda 10.bekk

Katrín Salka Brynjólfsdóttir, fulltrúi nemenda 8.bekk

Sigurður Baldursson, fulltrúi nemenda 8.bekk

bottom of page