top of page
Search

Af álfum - jólalag í samveru

  • Vefstjóri
  • Dec 5, 2025
  • 1 min read

Í vetur hefur verið samvera / söng- og dansstund á yngsta stigi, þrisvar í viku, á mánu-, miðviku- og föstudögum. Þegar aðventan gengur í garð setjum við svo jólalögin og álfalögin á dagskrá.

Við höfum verið að syngja þetta bráðskemmtilega og fallega álfalag Karls Olgeirssonar,

Af álfum, sem er í anda jólahátíðarinnar og var fyrst flutt af Frostrósum.

Meðfylgjandi á myndum er texti lagsins og í honum eru mörg falleg og skemmtileg orð sem við bætum í orðaforðann okkar í leiðinni.

Orð eins og; ofankoma, stjörnuregn, hulduheimar, rannur ( heimkynni), húm, fennir, nötrar og þrumugnýr eru orð sem við höfum skoðað sérstaklega. Einnig kemur fyrir orðið ,,rýr" sem má vera til umræður meðal nemenda og foreldra hvað þýði.

Til þess að myndgera þessi skemmtilegu orð, sem og myndgera aðalatriði textans og þá söguna í laginu, nýttum við gervigreindina og báðum hana að gera fyrir okkur myndefni með tilvísan í orðin, til að skilja þau betur. Þetta gafst nokkuð vel, nema hvað að eyru álfakrakkana voru alltaf sýnd aðeins oddmjó þrátt fyrir að beðið væri sérstaklega um að svo væri ekki :)

Söngurinn göfgar og gleður. Við hvetjum nemendur og foreldra að syngja og dansa saman á aðventunni og yfir hátíðarnar og njóta þessa fallega tíma ársins saman.

Af álfum Lag og texti: Karl Olgeirsson

 
 
 

Comments


bottom of page