Djúpavogsskóli heimsækir ,,Kjarval á Austurlandi" og Tækniminjasafn Austurlands
- Vefstjóri
- Sep 8
- 1 min read
Nemendur Djúpavogsskóla í 4. - 7. bekk voru boðin á sýninguna ,,Kjarval á Austurlandi" á vegum Skaftfells á Seyðisfirði og í ,,Tækniminjasafn Austurlands" á Seyðisfirði. Þó ferðin hafi verið, vegna veðurs, aðeins lengri í tíma en var áætlað, var hún bæði skemmtileg og fróðleg, margt að sjá og gleðin og sköpunin lék á alls oddi. Og skemmtilegar ferðir eru ávallt gott hópefli. Nemendur stóðu sig vel, sungu hressilega á leiðinni og voru almennt til fyrirmyndar.
er sýning á vegum Listasafns Íslands sem unnin hefur verið í samstarfi við Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Á sýningunni eru landslagsmyndir frá Austurlandi eftir Jóhannes S. Kjarval (1885-1972), flestar úr fórum Listasafns íslands. Verkin á sýningunni spanna tímabilið frá 1919 - 1960.
Oft er sagt að þessi ástsæli listamaður hafi opnað augu Íslendinga fyrir sérstæðri fegurð landsins og þá ekki síst þeirri fegurð sem má finna við hvert fótmál.
býður upp á sýninguna;
Búðareyri, saga umbreytinga. Lítil landræma með fjölbreytta sögu og mannlíf.
Sýningin fjallar um sögu Búðareyrar frá 1880 til dagsins í dag og þær umbreytingar í búsetu, atvinnulífi, samfélagi og náttúru sem þar hafa átt sér stað.
Breytingar sem segja ekki eingöngu staðbundna sögu heldur endurspegla jafnframt hluta af mun stærri sögu tækniframfara og mannlífsbreytinga síðust 150 árin á Íslandi og víðar.



























































Comments