top of page
Search

Göngum í skólann vikan og bíllausi dagurinn

  • Vefstjóri
  • Sep 22
  • 1 min read

Í dag, mánudag 22. september, hefst ,,Göngum í skólann" vikan í Djúpavogsskóla, og viðeigandi að hefja þessa viku á ,,Bíllausa deginum" í dag.

Í Göngum í skólann - verkefninu eru öll hvött til að rölta í skólann og njóta útiverunnar, og jafnvel ganga sem mest þessa viku.

Nemendur eru beðin að skrá hjá sér þær gönguferðir og áætlaða vegalengd og skila því inn til Hafdísar, sem heldur utan um verkefnið.

Tilvalið er að nota gönguferðina t.d til að:

Kynnast nágrönnunum: Kannanir hafa sýnt að fólk sem býr við rólegar götur kynnist nágrönnum sínum betur en fólk sem býr við ys og þys.

Læra að bera virðingu fyrir götunum sinni: Reglulegar gönguferðir í skólann auka tilfinningu barna fyrir umhverfi sínu og fyrir vikið er líklegra að þau gangi betur um það og geri þannig göturnar betri fyrir alla! Reynslan sýnir að þegar margir eru á ferli um götuna þá hugsar fólk betur um garðinn sinn.

Finna betri gönguleiðir: Gengurðu sömu leið og ekin er með bílnum? Hvernig væri að kanna umhverfið til að kanna hvort til séu fleiri skemmtilegar leiðir í skólann, forðast umferðargöturnar og fara um hliðargötur og göngustíga í staðinn?

Kynnast nágrenninu; Mikilvægur þáttur í þroskaferli barna er að þau læri að rata vel í sínu nánasta umhverfi. Það eykur öryggi og er mikilvægt þegar börnin verða síðar ein á ferð.

Æfa lífsleikni; Notum gönguferðirnar í skólann til að æfa að fara yfir götu, rata í hverfisbúðina eða setja bréf í póstkassann.

Við vonum að veðrið leiki við okkur í vikunni.

Njótið útiverunnar.

ree


 
 
 

Comments


bottom of page