top of page
Search

Hafragrauturinn vinsæll í Djúpavogsskóla

  • Vefstjóri
  • Sep 5
  • 1 min read

Það hafa verið huggulegar morgunstundirnar hjá nemendum og starfsfólki að fá sér hafragraut hjá Danielu á þessum fyrstu skólavikum ársins í Djúpavogsskóla.

Eins og áður er hafragrautur í boði fyrir nemendur og starfsfólk á hverjum morgni í Djúpavogsskóla þar sem nemendum er boðið að bragðbæta grautinn með kanil, rúsínum, kókosmjöli, þurrkuðum döðlum og jafnvel niðurskornum ávöxtum. Þessi góða fyrirmynd var fengin frá leikskólanum Bjarkatúni.

Daniela hefur tekið að sér að sjá um hafragrautinn á morgnanna í vetur og gerir það jafn vel og allt annað sem Daniela tekur sér fyrir hendur.

Foreldrar og aðstandendur eru hjartanlega velkomin að kíkja við í notalegu morgunstundirnar hvenær sem tækifæri gefst til.

ree

 
 
 

Comments


bottom of page