Hans og Bergmann, gestakennarar stafrænnar tækni
- Vefstjóri
- Sep 29
- 1 min read
Updated: Oct 8
Miðvikudaginn 8. október koma þeir Hans og Bergmann, gestakennarar í stafrænni tækni og höfundar Viskubrunnur.net hvar hægt er að nýta gervigreind til aðstoðar við skipulag kennslu o.fl.
Hans og Bergmann hafa umsjón með innleiðingu stafrænnar tækni hjá Múlaþingi og fara m.a. í skólaheimsóknir í Múlaþingi.
Í Djúpavogsskóla höfum við haft þann háttinn á að auk þess að Hans og Bergmann sjá um uppfærslu stafræns búnaðar og fleira, þá eru þeir gestakennarar í hverjum nemendahópi á heimsóknardegi, auk þess að halda örnámskeið fyrir starfsfólk hvar þeir sýna það nýjasta og helsta sem er á döfinni í innleiðingu stafrænnar tækni í skólastarfi.





Comments