top of page
Search
  • Vefstjóri

hvað var - hvað er - hvað verður? ARS LONGA býður öllum nemendum Djúpavogsskóla á listasýningu.

Sýning Ars Longa að þessu sinni ber yfirskriftina ,,hvað var - hvað er - hvað verður?" en þar kemur saman breiður hópur listafólks, 16 íslenskar samtímalistamanneskjur, sem sýna hrífandi og fjölbreytt verk bæði í efni og inntaki.

Að þessu sinni fóru tveir bekkir saman í einu á sýninguna þar sem elstu nemendur aðstoðuðu þau yngstu og svo koll af kolli. Nemendur fengu stutta kynningu á verkum sýningarinnar, fengu með sér spurningablað til að velta fyrir sér atriðum á sýningunni og spjölluðu við og spurðu sýningarstjórann, Þór Vigfússon. Sumir nemendur bentu Þór á nokrrar bráðsnjallar hugmyndir að verkum fyrir næstu sýningu, og því má vænta að sjá áhugaverðar og skemmtilegar sýningar eftir nemendur í framtíðinni.

Við þökkum eldri nemendum fyrir að vera algjörlega til fyrirmyndar og leiða yngri skólasystkin sín fallega og vel í gegnum sýninguna.

Þeim Þór Vigfússyni og Sigurði Guðmundssyni þökkum við fyrir frábært boð og hlökkum til að koma á sýningu næsta haust.





18 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page