top of page
Search

Hvetjum áhugasama að kíkja við í morgungraut í Djúpavogsskóla

  • Vefstjóri
  • 2 days ago
  • 1 min read

Það eru notalegar stundir á morgnanna þegar þeir nemendur sem hafa áhuga koma og fá sér morgungraut áður en þau annað hvort skreppa út í blíðviðrið og léttan leik áður en skóladagurinn hefst eða áður en fyrsta kennslustund hefst.

Við viljum hvetja áhugasama, foreldra / forráðafólk, afa og/eða ömmur, frændur og/eða frænkur eða alla sem dettur það í hug að kíkja við í morgungrautinn og létt spjall áður en skóladagurinn hefst.

Við viljum líka beina til allra áhugasamra, sem langar til að koma og taka þátt í að útbúa morgunhafragrautinn fyrir börnin, foreldra / forráðafólk, afa og/eða ömmur eða hverra þeirra sem langar til að kíkja við og taka þátt í þessari ljúfu morgunstund að setja sig í samband við Þórdís skólastjóra.

Að fá innlit frá ykkur eykur bara á gæði morgunstundarinnar og gerir upphafið á skóladeginum enn skemmtilegra.



 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page