top of page
Search

Héraðsleikar 9. maí

  • Vefstjóri
  • May 6
  • 1 min read

Hinir árlegu Héraðsleikar grunnskólanna í Múlaþingi verða haldnir föstudaginn 9. maí.

Þá munu nemendur Djúpavogsskóla fara í skólaheimsóknir í Fellaskóla, Seyðisfjarðarskóla og Egilsstaðaskóla og hitta þar jafnaldra sína og félaga og eiga með þeim skemmtilega samverustund.

Í ár er skipulag Héraðsleikanna sem hér segir:

  • 1. og 2. bekkur fara í Egilsstaðaskóla.

  • 3. og 4. bekkur fara í Seyðisfjarðarskóla

  • 5. - 7. bekkir fara í Fellaskóla

  • 8. - 10. bekkir fara í Egilsstaðaskóla og taka þar þátt í dagskrá félagsmiðstöðvanna

    Almennt hefst dagskrá Héraðsleikanna í kring um kl. 10:00 þar sem farið er í leiki, hlustað á fræðslu og átt saman skemmtilegar samverustundir.

    Að því loknu er boðið upp á góða hádegishressingu áður en haldið er af stað heim.


Það er skemmtilegt og fróðlegt, bæði að heimsækja aðra skóla og hitta jafnaldra og félaga í sveitarfélaginu.

ree


 
 
 

Comments


bottom of page