Í október lok fóru fram svokallaðir keppnisdagar sem nemendur höfðu beðið spenntir eftir. Nemendum var skipt í níu hópa þvert á bekki þar sem þau yngstu fengu tækifæri til að verja tíma með þeim elstu og öfugt. Keppt var í óhefðbundnum þáttum eins og t.d. kurteisi, samvinnu, hugrekki, útsjónarsemi osvfrv þar sem kennarar gáfu hverjum hóp fyrir sig stig miðað við þau markmið sem kynnt voru nemendum í upphafi. Hægt var að fá aukastig fyrir ýmsa þætti innan hverrar "greinar" en t.d. var í boði andlitsmálun, skák, skrímslagerð, íþróttaþraut, ratleikur osvfrv. Seinni daginn var svo kynnt hverjir voru sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig en lokaverðlaunin voru í anda cittaslow - upplifun. Sá hópur sem fékk flest samanlögð stig fékk að velja sér hlutverk innan skólans eftir vetrarfrí. Þannig fengu nemendur tækifæri til að vera kennarar, stuðningsfulltrúar, ritari eða jafnvel skólastjórar! Það var því óhefðbundinn skóladagur sem beið sigurliðsins eftir vetrarfrí og stóðu þau sig með stakri prýði í þeim hlutverkum sem þau völdu sér. Myndir frá keppnisdögum er að finna í hérna í vikufréttum.
Vefstjóri
Comentários