top of page
Search
  • Vefstjóri

Nemendaráðskosningar

Updated: Nov 7, 2021

Þessa vikuna hafa nemendur á unglingastigi fengið kynningu á nefndarstörfum og hvernig stjórnir félaga virka. Í kjölfarið af því buðu nemendur sig fram í hinar ýmsu stöður í nemendaráði og á morgun, föstudag kl 10:00 verður opnaður kjörklefi í bókasafni skólans og kosningar í nemendaráð fara fram. Í framboði eru nokkrir nemendur í 8.-10. bekk skólans en 7.bekkur hefur einnig kosningarrétt. Það er búið að vera virkilega skemmtilegt að fylgjast með kosningarbaráttunni en í dag, fimmtudag, er framboðsfundur þar sem nemendur í framboði kynna sig og sín málefni. Nemendaráð skólans vinnur að félags,-hagsmuna og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð er einnig stjórnendateymi til ráðgjafar um ýmis mál sem snerta nemendur sem heild. Fulltrúar úr nemendaráði sitja einnig í skólaráði. Nemendaráð samanstendur af þremur fulltrúum nemenda og tveimur varamönnum. Uppfærð frétt: Niðurstöður kosninganna liggja nú fyrir og urðu hlutskörpust eftir harða baráttu: Aðalmenn í nemendaráði: Heiðdís Lóa - Ríkey - Ríkharður Varamenn: Fabian - Hilmir Dagur og Sigurður Atli


Hér má sjá frambjóðendur skila kjörseðlinum sínum.





14 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page