top of page
Search
  • Vefstjóri

Samstarfsverkefni Djúpavogsskóla og Creatrix ehf

Fyrirtækið Creatrix ehf fékk nú á dögunum 60.000 evra Erasmus+ styrk til að hanna app sem kallast ELF eða Álfur. Appið verður unnið í samvinnu við YSBF (YOUTH IN SCIENCE AND BUSINESS FOUNDATION) í Eistlandi og Djúpavogsskóla. Um er að ræða app sem nemendur nota utandyra í náttúruvísindum. Sérstök áhersla verður á að tengja efnið hugmyndafræði CittáSlow og þess vegna er einnig fléttað inn í námsefnið menningarsögu og hæglætisæfingum. Í appinu verða álfar og tröll sem búa á svæðinu í kringum Djúpavog í hlutverki leiðbeinenda.


Við erum ótrúlega stolt og spennt fyrir því að fá að taka þátt í þessu verkefni með Creatrix og hlökkum til að prófa okkur áfram í kennslu með ELF/Álfur. Vert er að taka fram að framkvæmdarstjóri Creatrix ehf er fyrrverandi skólastjóri okkar og Djúpavogsbúi, Signý Óskarsdóttir. Til hamingju Creatrix!

35 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page