top of page
Search

Skemmtilegt skólaþing 2025

  • Vefstjóri
  • 3 days ago
  • 1 min read

Skólaþing Djúpavogsskóla 2025 var skemmtilegt að venju og við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og tóku þátt. Sérstaklega þökkum við foreldrum og aðstandendum með íslensku sem annað tungumál að komu og tóku þátt í samtalinu, því þeirra sýn og reynsla er bæði mikilvæg og getur auðgað skólastarfið til muna.

Skólaþing Djúpavogsskóla eru mjög mikilvægur vettvangur þar sem allir hagaðilar skólans hittast í málefnalegu samtali um ýmis málefnu skólans og nám barnanna og setja fram hugmyndir um uppbyggilega skólaþróun. Það er ómetanlegt fyrir skólann að vera í góðu samtali við nemendur og foreldra því þannig verður skólaþróunin best og mest. ið

Nú þegar hefur verið hlustað á raddir nemenda og foreldra frá skólaþingum Djúpavogsskóla. Sem dæmi má nefna aukin áhersla á útinám, lengd íþróttatíma, ávaxtaáskrift, hafragrautur á morgnanna, bætt aðstað fyrir hjól, fjölbreyttir kennsluhættir, bætt skólalóð og fleiri leiktæki og áfram mætti telja.

Í ár var lögð áhersla á nemendarferðir og fjáraflanir, bekkjarfulltrúa og bekkjarstarf, kynning á Google-classroom og Mentor og kynning á Grænfánaverkefninu sem hefur verið undirbúið til innleiðingar í vetur. Einnig var foreldrum / aðstanendum með íslensku sem annað tungumál boðið sérstaklega á Skólaþing og hafðar málstofur á pólsku og ensku, sem var frábær nýjung.

Kærar þakkir fyrir komuna, gaman að hitta ykkur öll og látið sjá ykkur sem oftast.



 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page