top of page
Search

Skólaþing Djúpavogsskóla 2025

  • Vefstjóri
  • May 12
  • 1 min read

Verður haldið fimmtudaginn 15. maí, og hefst klukkan 16:15 í skólanum.

Skólaþingið er fyrir nemendur í 4. - 10. bekk og er þetta tvöfaldur (langur) skóladagur og því mætingaskylda fyrir nemendur. Mælst er til þess að foreldrar/aðstandendur fylgi sínu barni/börnum og taki þátt í góðu og mikilvægu samtali um málefni skólans, mótun skólastarfs og framtíðarsýn.

Á skólaþingi er boðið upp á 5 málstofur og almennt er hver og einn beðinn að velja sér 3 málstofur af þessum 5. sem verða svo keyrðar hver á eftir annarri, hver málstofa 30 mínútur í senn. Það er gamla góða skólabjallan sem hringir í og úr málstofum.

Sú nýjung verður í boði í ár að við bjóðum upp á eina málstofu á pólsku og eina málstofu á ensku þar sem verður farið yfir öll málefnin fimm og nemendum og foreldrum/aðstandendum gefinn kostur á að leggja til málanna í öllum málstofu.

Boðið verður upp á kaffisopa og létta hressingu.

Nánari dagskrá send út sérstaklega.

ree

 
 
 

Comments


bottom of page