top of page
Search
  • Vefstjóri

Skólaþing Djúpavogsskóla í dag og ,,Crazy Hairday" starfsfólks.

Skólaþing Djúpavogsskóla verður haldið í dag, miðvikudaginn, 10. maí, frá kl. 16:00 - 18:30.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk Djúpavogsskóla hittast á góðum degi og taka gott og uppbyggilegt samtal um eflingu skólastarfsins í Djúpavogsskóla.

Í ár verður lögð áhersla á 5 megin þemu sem komu fram á sameiginlegum foreldrafundi núna á vorönn. Málstofurnar 5 í ár eru; Námsmenning, Skólareglur, Foreldrasamstarf, ,,Heilsueflandi skóli" og Upplýsingasvið.

Á skólatíma fá nemendur undirbúning fyrir skólaþingið með samræðum um Skólaþing og áherslur þess í ár, auk þess að taka eina æfinga-hringekju á málstofum dagsins.

Notuð er gamla skólabjalla Djúpavogsskóla til að hringja inn og enda málstofur.

Starfsfólk hitaði þennan góða dag upp með ,,Crazy Hairday" með leiðbeiningunum; að sofna með blautt hárið, laga ekki til og mega ekki nota teygjur eða spennur. Skólaþing og ,,Crazy Hairday" fara mjög vel saman <3


90 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page