top of page
Search

Vinadagur Djúpavogsskóla, 7. nóv 2025

  • Vefstjóri
  • Nov 6
  • 1 min read

Updated: Nov 7

Föstudaginn, 7. Nóvember, er hinn árlegi Vinadagur Djúpavogsskóla 2025, sem haldinn er í tilefni af ,,Degi gegn einelti", sem haldinn er 8. nóvember ár hvert, og lendir í þetta sinn á laugardegi.

Á vinadeginum eru sungnir vinasöngvar, farið í árlega Friðargöngu með nemendum og starfsfólki leikskólans Bjarkatúni, og gengið saman á Bjargstún þar sem verður stutt samverustund, auk þess sem oft er unnið í námsverkefnum tengdum vináttu og samlíðan.

Friðargangan hefst frá Bjarkatúni klukkan rúmlega 10.

·       Klukkan 10:00 munu nemendur grunnskólans rölta yfir í leikskólann.

·       Klukkan c.a. 10:15 ganga allir saman Friðargöngu frá Bjarkatúni og á Bjargstún, þar sem við eigum öll stutta og góða samverustund.

·       Eftir samverustund rölta allir í sinn skóla.  

Við hvetjum nemendur sem vilja að grípa með sér vasaljós/batterísljós sem táknrænt friðarljós og hafa með sér í göngunni (þó sé bjart á þessum tíma)

 

Við hvetjum foreldra, aðstandendur, afa og ömmur og alla áhugasama að koma og taka þátt, ganga með okkur Friðargöngu frá leikskólanum Bjarkatúni að Bjargstúni og taka þátt í söng, leik og samveru með okkur.


Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

ree

 

 
 
 

Comments


bottom of page