top of page
Search

Ytra mat og umbætur

  • Vefstjóri
  • Feb 8, 2021
  • 1 min read

Í september sl. gerðu Þóra Björk Jónsdóttir og Svanhildur M. Ólafsdóttir ytra mat á starfsemi Djúpavogsskóla fyrir hönd Menntamálastofnunar. Ytra matið var gert á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Matið er jafnframt hluti af samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólum.

Menntamála stofnun hefur móttekið umbótaáætlun sveitarfélagsins og Djúpavogsskóla þar sem gerð er grein fyrir þeim umbótum sem sveitarfélagið og skólinn hafa áætlað í framhaldi af skýrslunni. Farið hefur verið yfir áætlunina og gerir hún með fullnægjandi hætti grein fyrir viðbrögðum við þeim þáttum sem bent var á í skýrslunni. Skýrsla með niðurstöðum ytra matsins hefur verið birt á heimasíðu Menntamálastofnunar og verður umbótaáætlunin birt þar líka. Er skólinn hvattur til að birta skýrsluna ásamt umbótaáætlun á heimasíðu sinni.

Í byrjun árs 2022 mun Menntamálastofnun óska eftir greinargerð um framkvæmd og stöðu umbóta.


Á morgun 9. febrúar verður kynningarfundur fyrir foreldra þar sem skólastjóri fer yfir umbótalistann. Fundurinn er á Teams kl.17.00.



 
 
 

Σχόλια


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page