Search
  • Vefstjóri

Ytra mat og umbætur


Í september sl. gerðu Þóra Björk Jónsdóttir og Svanhildur M. Ólafsdóttir ytra mat á starfsemi Djúpavogsskóla fyrir hönd Menntamálastofnunar. Ytra matið var gert á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Matið er jafnframt hluti af samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólum.

Menntamála stofnun hefur móttekið umbótaáætlun sveitarfélagsins og Djúpavogsskóla þar sem gerð er grein fyrir þeim umbótum sem sveitarfélagið og skólinn hafa áætlað í framhaldi af skýrslunni. Farið hefur verið yfir áætlunina og gerir hún með fullnægjandi hætti grein fyrir viðbrögðum við þeim þáttum sem bent var á í skýrslunni. Skýrsla með niðurstöðum ytra matsins hefur verið birt á heimasíðu Menntamálastofnunar og verður umbótaáætlunin birt þar líka. Er skólinn hvattur til að birta skýrsluna ásamt umbótaáætlun á heimasíðu sinni.

Í byrjun árs 2022 mun Menntamálastofnun óska eftir greinargerð um framkvæmd og stöðu umbóta.


Á morgun 9. febrúar verður kynningarfundur fyrir foreldra þar sem skólastjóri fer yfir umbótalistann. Fundurinn er á Teams kl.17.00.


Hér má finna umbótalistann.


32 views0 comments

Recent Posts

See All

Tónlistarskóli Djúpavogs

Kæra skólasamfélag Tónlistarskólinn okkar er að fara af stað með aðeins breyttu sniði. Berglind Björgúlfsdóttir er deildarstjóri og hún kemur inn með ferskar og skemmtilegar hugmyndir. Í vetur verður