top of page
Search

Útikennsla í bongóblíðu

  • Vefstjóri
  • 2 days ago
  • 1 min read

Það þarf enginn að velta því fyrir sér að viðra tásur á Tene í þessu einstaka maíblíðviðri.

Veðrið leikur við okkur og við í Djúpavogsskóla njótum þess sannarlega. Oft er spjallað í sólskininu, jafnvel hlustað á tónlist og stundum hefur næstum því verið of hlýtt í sólinni.

Í vetur hefur útinám verið eflt í Djúpavogsskóla sem er byrjunin á enn skemmtilegri þróun í þá átt í kennsluháttum og námi. Á vordögum og núna í maí hefur góða veðrið verið vel nýtt til útináms, vordagar munu fela í sér útinámsdagskrá og miðstigið hefur verið að undirbúa að hefja vinnuna í skólagörðunum og gera þá tilbúna fyrir sumarið.

Á þessum yndislegu sumardögum í maí hefur einnig verið lögð aukin áhersla á útikennslu, þ.e.a.s. að hefðbundin kennsla hefur verið færð út í veðurblíðuna, oft að ósk nemenda.

Við njótum veðursins og blíðunnar til hins ýtrasta.

Rigningardagar eru svo líka velkomnir inn á milli fyrir gróðurinn og skólagarðana.



 
 
 

Kommentare


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page