top of page
Search

Þorri vann Forvarnarflokk NKG 2025

  • Vefstjóri
  • May 30
  • 1 min read

Þorri Pálmason, 6. bekk í Djúpavogsskóla, vann til viðurkenningar í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2025, en hugmyndin hans, Krókhanskar, var ein af þeim hugmyndum sem var valin til þess að taka þátt í úrslitakeppni NKG 2025.

Á miðstigi hafa nemendur unnið hugmyndir hjá umsjónarkennara sínum, Öniu, og sent hugmyndir inn í NKG.


Hugmyndin hans Þorra í NKG er KRÓKHANSKAR, sem eru sérstakir hanskar fyrir sjómenn á línuveiðum til þess að verjast því að fá króka í hendurnar, en Þorri er einmitt af sjómönnum kominn og hefur ´sðe myndir og heyrt sögur af krókum í höndum og hefur oft undrað sig á því að ekki sé hægt að verjast krókunum betur.

Þorri mætti í höfuðborgina með ömmu sinni og afa til að taka þátt í vinnusmiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, ásamt fleiri krökkum allsstaðar að á landinu, hvar hann þróaði áfram krókhanska - hugmyndina sína. Vinnumsiðjan var mjög skemmtileg að sögn Þorra.

Hugmyndin hans féll undir forvarnarflokk keppninnar þar sem Krókhanskar eru góð forvörn fyrir línusjómenn, og gerði Þorri sér lítið fyrir og vann sinn flokk, Forvarnarflokk NKG 2025.

Þorri tók við verðlaunabikarm, gjafakorti og viðurkenningum og var mjög sæll með þennan frábæra árangur.


Við óskum Þorra hjartanlega til hamingju með snilldar góða hugmynd, frábæran árangur og glæsilegan sigur í sínum flokki í NKG 2025.



ree


 
 
 

Comments


bottom of page