top of page
Search
  • Vefstjóri

Baráttudagur gegn einelti

Mánudaginn 8. nóvember er haldið upp á Baráttudag gegn einelti. Á þessum degi unnu nemendur misjöfn verkefni tengd vináttu en ákveðið var að fresta sameiginlegum viðburði vegna úrhellis-rigningar. Í dag, miðvikudaginn 10.nóvember hittumst við hins vegar allur skólinn á Bjargstúni ásamt öllum nemendum leikskólans Bjarkatúns, mótuðum hjarta með eldri nemendum og yngri nemendur stóðu svo inn í hjartanu sem tákn um samheldni og vináttu. Síðan var sungið lagið Gull og perlur. Kristján Ingimarsson kom svo og tók flottar myndir á dróna og þökkum við honum kærlega fyrir það.Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna en vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina Texti: Hjálmar Freysteinsson

72 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page