Search
  • Vefstjóri

Baráttudagur gegn einelti

Mánudaginn 8. nóvember er haldið upp á Baráttudag gegn einelti. Á þessum degi unnu nemendur misjöfn verkefni tengd vináttu en ákveðið var að fresta sameiginlegum viðburði vegna úrhellis-rigningar. Í dag, miðvikudaginn 10.nóvember hittumst við hins vegar allur skólinn á Bjargstúni ásamt öllum nemendum leikskólans Bjarkatúns, mótuðum hjarta með eldri nemendum og yngri nemendur stóðu svo inn í hjartanu sem tákn um samheldni og vináttu. Síðan var sungið lagið Gull og perlur. Kristján Ingimarsson kom svo og tók flottar myndir á dróna og þökkum við honum kærlega fyrir það.Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna en vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina Texti: Hjálmar Freysteinsson

39 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfsverkefni Djúpavogsskóla og Creatrix ehf

Fyrirtækið Creatrix ehf fékk nú á dögunum 60.000 evra Erasmus+ styrk til að hanna app sem kallast ELF eða Álfur. Appið verður unnið í samvinnu við YSBF (YOUTH IN SCIENCE AND BUSINESS FOUNDATION) í Eis

Keppnisdagar 2021

Í október lok fóru fram svokallaðir keppnisdagar sem nemendur höfðu beðið spenntir eftir. Nemendum var skipt í níu hópa þvert á bekki þar sem þau yngstu fengu tækifæri til að verja tíma með þeim elstu